Hvers vegna fylgja fæðingu verkir?Hvað er að gerast í líkamanum í fæðingu?Hvað getur maki gert til þess að styðja við fæðandi konu?
Hvað er að gerast í líkamanum í fæðingu?
Hvað getur maki gert til þess að styðja við fæðandi konu?
Hér er að finna fjölda nytsamra ráða og svörum við þeim fjölmörgu spurningum sem
upp geta komið í aðdraganda fæðingar. Höfundur bókarinnar, Inga María Hlíðar Thorsteinsson ljósmóðir, hefur í störfum sínum safnað að sér umfangsmiklum fróðleik og útkoman er sérlega vönduð og áhugaverð bók.
fæðingin ykkar - handbók fyrir verðandi foreldra
Efnisyfirlit bókarinnar
Skoða námskeið
höfundur bókarinnar
Inga María
Ég heiti Inga María og er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir frá árinu 2018. Ég er höfundur bókarinnar „Fæðingin ykkar - handbók fyrir verðandi foreldra“ sem kom út árið 2021. Ég hef starfað sem ljósmóðir við fæðingarþjónustu og sængurlegu á Landspítalanum og á Vökudeild sem hjúkrunarfræðingur. Nú starfa ég á Fæðingardeildinni á HVE (Sjúkrahúsinu á Akranesi) og í heimaþjónustu. Ég er sjálf tveggja barna móðir.
Ég hef mikinn metnað fyrir því að verðandi foreldrar fari upplýstir og öruggir inn í fæðingu og upplifi fæðinguna á jákvæðan hátt. Ég vona að reynsla mín og þekking muni gagnast ykkur.