Write your awesome label here.

Fæðingin ykkar - handbók fyrir verðandi foreldra

2890 kr

 • Útgefandi: Almenna bókafélagið
 • Höfundur: Inga María Hlíðar Thorsteinson
 • Auðvelt að fletta upp í (uppflettiorð aftast í bókinni)
 • Stuttir kaflar á mannamáli 

  Hvers vegna fylgja fæðingu verkir?
  Hvað er að gerast í líkamanum í fæðingu?
  Hvað getur maki gert til þess að styðja við fæðandi konu?

  Hér er að finna fjölda nytsamra ráða og svörum við þeim fjölmörgu spurningum sem
  upp geta komið í aðdraganda fæðingar. Höfundur bókarinnar, Inga María Hlíðar Thorsteinsson ljósmóðir, hefur í störfum sínum safnað að sér umfangsmiklum fróðleik og útkoman er sérlega vönduð og áhugaverð bók.
  Ein dýrmætasta stund í lífi foreldra er fæðing barns þeirra. Þá fæðist ekki eingöngu nýr einstaklingur inn í þennan heim heldur verða einnig til foreldrar sem fá fjölbreytt hlutverk í hendur. Titill bókarinnar Fæðingin ykkar skírskotar til þeirrar raunar sem móðir og barn þola í fæðingu. Hann getur þó einnig vísað til þess að fæðing er fjölskyldustund sem móðir og maki hennar eða stuðningsaðili upplifa saman.
  Það er í höndum foreldra að undirbúa sig fyrir þessa einstöku lífsreynslu. Með góðum undirbúningi, áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltum væntingum eru auknar líkur á að foreldrarnir öðlist ánægjulega upplifun af fæðingunni. Helsta ósk og hvati höfundar bókarinnar er að sem flestir foreldrar leggi sáttir af stað í stærsta ferðalag lífs síns – foreldrahlutverkið.
  Fæðingin ykkar er ríkulega prýdd ljósmyndum frá fjölmörgum ljósmyndurum auk skýringarteikninga eftir Esther Viktoríu Ragnarsdóttur og Ara Arnaldsson. Aftast er svo handhægur orðalisti þar sem auðvelt er að fletta upp því sem leitað er að hverju sinni. Þessi bók ætti að vera skyldueign allra verðandi foreldra.
  fæðingin ykkar - handbók fyrir verðandi foreldra

  Efnisyfirlit bókarinnar

  Write your awesome label here.
  Write your awesome label here.

  Skoða námskeið

  \Learnworlds\Codeneurons\Pages\ZoneRenderers\CourseCards
  höfundur bókarinnar

  Inga María 

  Ég heiti Inga María og er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir frá árinu 2018. Ég er höfundur bókarinnar „Fæðingin ykkar - handbók fyrir verðandi foreldra“ sem kom út árið 2021. Ég hef starfað sem ljósmóðir við fæðingarþjónustu og sængurlegu á Landspítalanum og á Vökudeild sem hjúkrunarfræðingur. Nú starfa ég á Fæðingardeildinni á HVE (Sjúkrahúsinu á Akranesi) og í heimaþjónustu. Ég er sjálf tveggja barna móðir. 
  Ég hef mikinn metnað fyrir því að verðandi foreldrar fari upplýstir og öruggir inn í fæðingu og upplifi fæðinguna á jákvæðan hátt. Ég vona að reynsla mín og þekking muni gagnast ykkur. 
  Patrick Jones - Course author
  Created with