námskeið

Fæðingarfræðsla
Ingu Maríu

Námskeiðið er hannað til að horfa á heima í stofu... eða hlusta á hvar og hvenær sem er. Þú getur horft eða hlustað á námskeiðið eins oft og þú vilt, eða staka kafla ef þig langar að rifja eitthvað ákveðið upp. 
Write your awesome label here.

Ýttu á myndbandið til að hefja kynningu

Hvað er innifalið í námskeiðinu?

  • 15 myndskeið um undirbúning fyrir fæðingu
  • Tilbúnar glósur upp úr hverju myndskeiði  
  • 2 auka myndskeið um brjóstagjöf og fyrstu dagana 
  • Kvittun fyrir kaupum
  • Aðgangur í 36 vikur (8 mánuði)
    Fæðingin ykkar - handbók fyrir verðandi foreldra

Þú greiðir fyrir aðgang

Eftir það geturðu horft eða hlustað á námskeiðið eins oft og þú vilt, eða staka kafla ef þig langar að rifja eitthvað ákveðið upp. 

Stéttarfélög

Hafðu samband til að fá kvittun fyrir kaupum á námskeiðinu en mörg stéttarfélög endurgreiða gjaldið. Kannaðu þinn rétt hjá þínu stéttarfélagi. 

Fæðingin ykkar -handbók fyrir verðandi foreldra

Námskeiðið byggir að mörgu leyti á bókinni og því fylgir bókin með. Í bókinni eru stuttir kaflar á mannamáli sem auðvelt er að fletta upp í. 

Zoom fundur

Fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði er ég með Zoom fund fyrir alla sem hafa keypt aðgang að námskeiðinu. Þar býðst ykkur að koma með spurningar eða ræða hvað sem er tengt fæðingarferlinu.

Umsagnir um námskeiðið

„Mjög skýr og góð yfirferð, þægilega kaflaskipt og hver hluti alls ekki of langur. Á von á mínu öðru barni og þekkti ferlið því ágætlega fyrir en samt heilmargt þarna sem mun nýtast mér vel og er góð upprifjun.“

-Unnur Helga Briem

„Fræðandi, fagmannlegt og innihaldsríkt. Þæginlegt að geta horft á þetta þegar hentaði okkur þar sem við höldum ekki athygli lengi á fyrirlestrum. Tókum þetta á nokkrum kvöldum þegar við fundum að við gátum tekið við upplýsingum.“

-Nafnlaust

 „Mjög gott námskeið og upplýsandi. Frábært að geta sótt þessa fræðslu rafrænt á sínum eigin tíma og forsendum í stað þess að vera skuldbundinn til að mæta eitthvert á fyrirfram ákveðnum tíma og sitja klukkutímum saman yfir efninu. Ef ég hefði ekki rekist á þetta hefði ég sennilega endað á að sleppa fræðslunni og mæta upp á fæðingardeild með „þetta reddast“ hugarfarið, en ég er mjög fegin að vita betur hvað ég er að fara út í og geta rifjað efnið upp aftur þegar nær dregur.“

-Andrea Sigurðardóttir

„Fróðlegt og róandi námskeið sem gefur gott sjálfstraust fyrir fæðingu og það sem henni fylgir. Frábært námskeið sem allir hafa gott af.“

-Jóhanna Edwald

„Fræðandi, fagmannlegt og innihaldsríkt. Þæginlegt að geta horft á þetta þegar hentaði okkur þar sem við höldum ekki athygli lengi á fyrirlestrum. Tókum þetta á nokkrum kvöldum þegar við fundum að við gátum tekið við upplýsingum.“

-Nafnlaust

„Þetta var mjög gagnlegt og gott fyrir okkur bæði. Frábært að geta farið yfir þetta þegar maður hefur tíma og geta spólað fram og aftur. Takk!“

-Nafnlaust (maki)

Um höfundinn

Inga María Hlíðar Thorsteinson

Ég heiti Inga María og er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir frá árinu 2018. Ég lauk diplómanámi með áherslu á brjóstagjöf í Háskóla Íslands vorið 2023. Ég er höfundur bókarinnar Fæðingin ykkar - handbók fyrir verðandi foreldra“ sem kom út árið 2021. Ég hef starfað sem ljósmóðir við fæðingarþjónustu og sængurlegu á Landspítalanum og á Vökudeild sem hjúkrunarfræðingur. Nú starfa ég á Fæðingardeildinni á HVE (Sjúkrahúsinu á Akranesi), í mæðravernd á Heilsugæslunni Efra Breiðholti og í heimaþjónustu. Ég er sjálf tveggja barna móðir og hef unun af því að taka ljósmyndir í frítíma mínum. 

Ég hef mikinn metnað fyrir því að verðandi foreldrar fari upplýstir og öruggir inn í fæðingu og upplifi fæðinguna á jákvæðan hátt. Ég vona að reynsla mín og þekking muni gagnast ykkur. 
Patrick Jones - Course author
Created with