Ég heiti Inga María

Ég er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og tveggja barna móðir

Ég starfa á fæðingardeildinni á HVE (Heilbrigðisstofnun Vesturlands) á Akranesi, Heilsugæslunni Efra Breiðholti og í heimaþjónustu. Ég hef áhuga á öllu sem tengist barneignarferlinu og brenn fyrir því að verðandi foreldrar upplifi fæðinguna sína á jákvæðan hátt. Ég hef einnig áhugaljósmyndari og sérhæfi mig í að taka meðgöngu- og nýburamyndir.


Sagan mín

Hvernig byrjaði þetta?

Ég var orðin ljósmóðir þegar við maðurinn minn eignuðumst okkar fyrsta barn og það hjálpaði mér mjög mikið að skilja þetta ferli sem fæðing er til þess að geta treyst líkamanum og sjálfri mér í þetta verkefni. Ég gerði því punkta fyrir manninn minn sem mér þóttu vera mikilvægir, svo hann gæti haldist rólegur - svo ég gæti haldist róleg! Smám saman hlóðst utan á þessa punkta og úr varð bókin: Fæðingin ykkar - Handbók fyrir verðandi foreldra. Seinna bættist námskeiðið mitt við þar sem ég hafði þörf fyrir að vera í meiri kontakt við þá sem sækja sér fræðslu fyrir fæðingu. 
Created with