Ljósmyndir

Aug 30 / Inga María Hlíðar Thorsteinson


"Mér finnst ljósmyndir sem eru teknar í náttúrulegu umhverfi, hvort sem það er utandyra eða heima, fanga augnablikið, svo myndirnar bókstaflega lifa áfram. Ég á sjálf ljósmyndir sem voru teknar heima fyrstu vikurnar eftir fæðingu frumburðar míns og þegar ég skoða myndirnar finnst mér eins og ég fari aftur í tímann. Að sjá húsgögnin sem voru á heimilinu þá, myndirnar á veggjunum og fötin okkar minnir mig á þennan unaðslega tíma sem leið allt of fljótt."
Ég hef unun af því að taka ljósmyndir af fæðingarferlinu, en er mest í að taka myndir á meðgöngu og/eða eftir að barnið er fætt. 

Hvers vegna er ljósmóðir að taka meðgöngu- og nýburamyndir? 

Mjög góð spurning! 
Eftir að ég græjaði mig upp til þess að taka upp og klippa námskeiðin sat ég uppi með frábæran búnað til ljósmyndunar. Ég fékk að æfa mig á nokkrum vinkonum og smám saman bættist í búnaðinn (ljós, flöss, gærur og vafningar...). Mér finnst ljósmyndir sem eru teknar í náttúrulegu umhverfi, hvort sem það er utandyra eða heima, fanga augnablikið, svo myndirnar bókstaflega lifa tímans tönn. Ég á sjálf ljósmyndir sem voru teknar heima fyrstu vikurnar eftir fæðingu frumburðar míns og þegar ég skoða myndirnar finnst mér eins og ég fari aftur í tímann. Að sjá húsgögnin sem voru á heimilinu þá, myndirnar á veggjunum og fötin okkar minnir mig á þennan unaðslega tíma sem leið allt of fljótt. 

Ég hef oft gælt við að taka myndir í fæðingum, en í þeim myndast mögnuð kemestría og andrúmsloftið er fullt af eftirvæntingu. Það verður þó að bíða betri tíma þar til ég hef meiri sveigjanleika til að vera á bakvöktum.

Það er ótrúlega gefandi að koma inn á heimili fólks og vera til staðar sem ljósmóðir fyrir þau í sínu eðlilega umhverfi. Ég er í algjörri forréttindastöðu því fátt er skemmtilegra en að heimsækja fólk með nýfætt barn eða barn/börn á leiðinni. Þetta er því hið fullkomna áhugamál fyrir mér, að ná að tvinna þetta saman. Að njóta augnabliksins og að fanga það! 
Created with