Fæðingartaskan

Þegar fæðingin er byrjuð og þið eruð á leið á fæðingarstað er gott að hafa tilbúna tösku með öllu sem þið viljið hafa með í fæðingunni. Oft er gott að miða við að setja niður í tösku 2-3 vikum fyrir settan dag hluti sem þið notið ekki dagsdaglega og eitthvað narsl sem geymist lengi. Einnig getið þið haft tilbúið það sem þarf til fyrir barnið löngu áður.

Það er aðeins mismunandi eftir fæðingarstöðum hvað er í boði á hverjum stað. Hér koma dæmi um hluti sem geta reynst vel í fæðingunni og hægt að nota til viðmiðunar þegar taskan er undirbúin. 

Fæðingartaska: 
  • Fyrir móður:
  • Þægileg föt og heimferðarföt
  • Sloppur, náttföt, inniskór
  • Hreinlætisvörur, svosem sjampó, hárbursti, teygja, tannbursti og varasalvi
  • Vatnsbrúsi, nesti, orkuríkt nasl og drykkir eins og Gatorade/Powerade
  • (Brjóstagjafapúði)
  • Sundföt – ef óskað er eftir því að fara í bað (sjálfsagt þykir að konur séu naktar í baði en makar þurfa að vera í sundfötum ef þeir vilja fara með ofan í)

  • Fyrir barn: 
  • Föt fyrirbarnið (nokkur sett og mismunandi minnstu stærðir 50-56)
  • Heimferðarföt 
  • Barnabílstóll og teppi
  • Bleyjur
  • Fyrir maka/stuðningsaðila: 
  • Þægileg föt
  • Snarl
  • Snyrtivörutaska með tannbursta o.fl.
  • Myndavél 
  • Hleðslutæki fyrir síma/myndavél
  • Panodil og koffíndrykkur - ef fæðingin dregst mjög á langinn

Það sem er oftast í boði á fæðingarstöðum
  • Ilmolíur og nuddolía
  • Jógaboltar og gaddaboltar
  • Bluetooth hátalarar
  • Kertaljós
  • Vaselín fyrir þurrar varir
  • Taubleyjur
  • Vagga og sæng fyrir barnið ef fjölskylda gistir á fæðingarstað
  • Dömubindi fyrir móður eftir fæðingu og netabuxur
  • Vatn, kaffi og djús í boði
  • Hægt að fá ristað brauð, jógúrt og ávexti

Created with