FYRRI FÆÐING
Ég mætti í gangsetningu uppá Akranesi og vorum við í herbergi í húsnæði fyrir aftan sjúkrahúsið. Mamma mín var þá með mér og var þetta á svoldið öðruvísi tímum útaf covid. Mamma mátti ekki koma með mér í skoðanir.Ég fékk fyrsta skammt af gangsetningartöflum sem eru alls 8 stykki, teknar á tveggja tíma fresti ef ég man rétt. Fyrsta daginn gerðist varla neitt nema pínulitlar hríðar. Seinni daginn var þetta ferli endurtekið 8 töflur á tveggja tíma fresti. Og þarna minnir mig að smá af vatninu hafi farið en ekkert meira en það en hríðarnar voru aðeins sterkari þennan daginn.
Báða dagana fór ég í rit og skoðun og var bara í einum eða tveimur í útvíkkun þessa tvo daga. Ég tók paratabs eða panodil við hríðunum svo ég gæti náð smá svefni því þarna var ég bæði mjæg kvíðin fyrir fæðingunni og svaf lítið.
15. apríl rennur upp og ég mæti klukkan hálf 9 uppá deild, ein. Þar er útvíkkunin skoðuð og er ég komin með 3 og hríðarnar farnar að aukast töluvert meira. Þá var ég tekin inná fæðingarstofu og mér var gefið dripp sem kikkaði mjög fljótt inn.
Mér fannst svoldið eins og ég þyrfti að kúka og ljósan spyr mig hvort ég sé viss og ég var svo 100% viss að ég fór á klósettið. En þá komu alvöru hríðarnar og átti ég erfitt með að labba tilbaka í rúmið. Ég bið strax um mænudeyfingu og þá kom inn svæfingalæknir og setti hana upp og mér leið svo miklu betur og það tók hana 20 mín að virka sirka. Þá er athugað með útvíkkun og ég komin með 10 í útvíkkun!