Fæðingarsögur Emilíu

Nov 16 / Emilía Ósk

FYRRI FÆÐING

Ég mætti í gangsetningu uppá Akranesi og vorum við í herbergi í húsnæði fyrir aftan sjúkrahúsið. Mamma mín var þá með mér og var þetta á svoldið öðruvísi tímum útaf covid. Mamma mátti ekki koma með mér í skoðanir.
Ég fékk fyrsta skammt af gangsetningartöflum sem eru alls 8 stykki, teknar á tveggja tíma fresti ef ég man rétt. Fyrsta daginn gerðist varla neitt nema pínulitlar hríðar. Seinni daginn var þetta ferli endurtekið 8 töflur á tveggja tíma fresti. Og þarna minnir mig að smá af vatninu hafi farið en ekkert meira en það en hríðarnar voru aðeins sterkari þennan daginn.

Báða dagana fór ég í rit og skoðun og var bara í einum eða tveimur í útvíkkun þessa tvo daga. Ég tók paratabs eða panodil við hríðunum svo ég gæti náð smá svefni því þarna var ég bæði mjæg kvíðin fyrir fæðingunni og svaf lítið.
 15. apríl rennur upp og ég mæti klukkan hálf 9 uppá deild, ein. Þar er útvíkkunin skoðuð og er ég komin með 3 og hríðarnar farnar að aukast töluvert meira. Þá var ég tekin inná fæðingarstofu og mér var gefið dripp sem kikkaði mjög fljótt inn.
Mér fannst svoldið eins og ég þyrfti að kúka og ljósan spyr mig hvort ég sé viss og ég var svo 100% viss að ég fór á klósettið. En þá komu alvöru hríðarnar og átti ég erfitt með að labba tilbaka í rúmið. Ég bið strax um mænudeyfingu og þá kom inn svæfingalæknir og setti hana upp og mér leið svo miklu betur og það tók hana 20 mín að virka sirka. Þá er athugað með útvíkkun og ég komin með 10 í útvíkkun!
 Þá var hringt í mömmu og hún mátti koma uppá fæðingarstofu til þess að vera viðstödd. Ég var lengi að remba eldri stráknum út en svo fæddist hann kl. 13:18 um daginn. Þarna rifnaði ég illa og þurfti að fara í aðgerð til þess að sauma mig. Þar var ég virkilega hrædd og mér var kalt og skalf rosalega mikið í aðgerðinni.

Svo eftir hana var ég færð inná sængurlegustofu og fljótlega eftir það þurfti mamma að fara sem var mjög erfitt. Var þarna 19 ára og ein. Vorum flutt daginn eftir uppá vökudeild útaf mikilli gulu sem erfist föðurmegin og vorum við þar í 5 daga og litli minn í ljósavöggu. Ennþá ein og tók það virkilega á andlegu heilsuna en svo var ég mjög fegin þegar við fengum að fara heim.
SEINNI FÆÐING


Ég sofna 20:00 um kvöldið og vakna klukkan 22:00 við smá óþægindi og til mikillar lukku var kallinn minn einmitt að koma heim úr vinnuni. Ég tek þarna tvær paratabs eða panodil og athuga ekki hvort þetta gangi bara yfir. Um sirka 23:00 eða 23:30 voru verkirnir orðnir óbærilegir og óþæginlegir og hringdum þá uppá deild og okkur var sagt að koma strax útaf fyrri sögu um hraða fæðingu. Við hringjum í mömmu mína sem þurfti að koma og passa eldri strákinn okkar og við leggjum af stað rétt eftir miðnætti.  Maðurinn minn keyrði okkur og var það eins og hálfs tíma keyrsla (ég hefði miklu frekar átt að hringja í sjúkrabíl!).

„Þarna var ég í miklum hríðum og bað manninn minn stanslaust að hægja á sér í holum því þegar hann keyrðum hratt ofan í holur eða ójöfnu á veginum fannst mér alltaf eins og hausinn á litla pompaði meira og meira niður svo ég fann hann alveg droppa meira niður í grindina sem var frekar óþæginlegt.“

 Fyrst voru 5 mín milli verkja og svo voru liðnar 2 mínútur milli verkja rétt áður en við komum í Borgarnes og maðurinn minn hélt áfram að minna mig á það enda var hann mjög stressaður um að ég myndi bara fæða í bílnum. Ég ákvað að setja bara á háa tónlist alla leiðina sem hjálpaði mér í gegnum hverja hríð í rauninni því það hjálpar mér alltaf að hlusta á tónlist.

„Síðan undir Akrafjalli var ég komin með mikla rembingsþörf og þá fannst mér ennþá verra að lenda í holum.“

Svo hélt karlinn minn að við þyrftum að stoppa á rauðu ljósi þegar við komum á skagann en ég tók það ekki í mál svo það var keyrt yfir á rauðu! Keyrðum svo beint fyrir framan innganginn og átti ég smá erfitt með að labba upp og ég er þá tekin strax upp á deild og inn í fæðingarherbergi þar sem lítill tími gafst í að græja.
 
Þegar við vorum komin inná fæðingarherbergi þá leið mér smá eins og ég væri að pissa á mig svo fljótlega missti ég vatnið og þá er athugað með útvíkkun og var ég komin 9 í útvíkkun. Hann ætlaði ekki að láta bíða eftir sér og kom fljótlega eftir það þar sem ég mátti byrja að rembast og hann fæddist 01:52 á settum degi 20. Júní. Eina verkjastillingin sem ég í raun og veru náði var smá glaðloft en það hjálpaði mér samt helling og hélt ég gæti þetta aldrei nema með mænudeyfingu miða við fyrri reynslu. Ég var saumuð sem ég var fyrst stressuð fyrir þar sem ég var ekki með deyfingu eftir mænudeyfingu en síðan var það ekkert mál.
Mér langaði að senda þér þessa sögu því það varst þú sem tókst á móti stráknum okkar og vorum við ótrúlega ánægð hvað allt gekk ótrúlega vel þótt þetta hafi verið rosalega hröð fæðing og mjög ánægð með ljósu 🤍
Created with