Fæðingarparís

May 13
-Undirbúningur huga og líkama fyrir jákvæða fæðingarupplifun
-Nánar um Fæðingarparís á vefsíðu fæðingarvaktar Landspítalans hér

Fæðingarparís byrjaði sem tilraunaverkefni í Írlandi en markmið verkefnisins var að hvetja .konur og stuðningsaðila þeirra til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og stuðla að aukinni virkni á meðgöngu og í fæðingu. Eftir innleiðingu verkefnisins kom í ljós að upplifun kvennanna af fæðingunni varð jákvæðari, konur voru líklegri til að fara sjálfkrafa af stað í fæðingu ásamt því að síður var þörf fyrir mænurótardeyfingu eða keisaraskurð
Mælt er með að byrja að nota fæðingarparísinn frá um það bil 20. viku meðgöngu.

Eins og í leiknum París er hægt að hugsa sér að byrja æfingar á fyrsta reit og síðan færast leikar áfram þar sem hver nýr reitur minnir á ný bjargráð. Markmið fæðingarparíssins er að kveikja hugmyndir að athöfnum og æfingum sem geta liðkað fyrir fæðingu barns.

Á meðgöngu er áherslan á fyrstu þrjá reiti fæðingarparíssins, þar sem hvatt er til reglulegrar hreyfingar til að undirbúa líkamann fyrir fæðinguna en jafnframt minnt á mikilvægi öndunar og slökunar. 

Þegar fæðing hefst eru allir reitir í fæðingarparísnum notaðir, en hægt að hoppa á milli stöðva og nota mismunandi æfingar eftir líðan. Mestu máli skiptir að vera opin fyrir mismunandi leiðum, nota fjölbreytt bjargráð og hlusta á eigin líkama.


Gott er að stuðningsaðili veiti stuðning og taki þátt í undirbúningi.

Útgefandi: Landspítali - Miðstöð sjúklingafræðslu
Maí 2025
Ábyrgðarmenn:
Yfirlæknar og yfirljósmæður: Fæðingarvakt 223b, Meðgöngu-og sængurlegudeild 22a og Meðgönguvernd, fósturgreining og bráðaþjónusta kvennadeilda 21/22B

Created with