FÆÐINGIN YKKAR
Þið eigið skilið góða upplifun af fæðingunni
Mitt hjartans mál er að sem flestir upplifi fæðinguna sína á sem jákvæðastan hátt. Þess vegna skrifaði ég fæðingarfræðslubók og hef nú búið til námskeið til þess að hjálpa fólki að undirbúa sig fyrir fæðingu. Ég trúi því að fólk sem kemur undirbúið í fæðingu og þekkir hvernig eðlilegt ferli virkar öðlist betri upplifun af fæðingunni. Það hefur fleiri tæki og tól til að takast á við verki og ólíkar aðstæður og þekkingu til að spyrja og skilja hvað er í gangi. Að skilja hvernig eðlilegt ferli virkar getur minnkað kvíða gagnvart fæðingunni og þar með bætt upplifunina.
Hvað er svona sérstakt við þetta námskeið?
Eina fæðingarnámskeiðið á íslensku sem þú getur horft á hvar sem er, hvenær sem er.
Námskeiðinu er skipt upp í kafla sem þú horfir eða hlustar á einn í einu.
Námskeiðinu fylgja glósur svo þú getur notið þess að horfa eða hlusta, t.d. á meðan þú brýtur saman þvott.
Þú tekur námskeiðið á þínum hraða. Þú þarft ekki að taka heila kvöldstund í það frekar en þú vilt.